Í tilefni af Keðju – alþjóðlegri sviðslistahátíð í Reykjavík þann 8. október verður sýnd ein aukasýning af leikritinu Þú er hér eftir þá  Hall Ingólfsson, Jón Atla Jónasson og Jón Páll Eyjólfsson, sem jafnframt leika og leikstýra sýningunni. Sýningin vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2008 sem svar Borgarleikhússins og Mindgroup við þeim þrengingum sem þjóðin var að ganga gegnum. Hún var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna, m.a. sem sýning ársins. Sýningin er flutt á ensku.

Þrír menn eru staddir í rústum. Þeir uppgötva að veröld þeirra er liðin undir lok og að þeir verða að læra að fóta sig að nýju. Úr rústunum í kringum sig raða þeir saman bútum af fyrra lífi og reyna að átta sig á því hvar þeir eru staddir, hvað hafi gerst og hvert skuli stefna.

{mos_fb_discuss:2}