Leikfélag Hólmavíkur hefur hafið æfingar á leikritinu Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttir. Fjórir leikarar eru í sýningunni, tveir karlmenn og tvær konur.  Fyrsti samlestur var 1. mars sl. og frumsýning áætluð eftir sex vikur eða á Skírdag 13. apríl.  Eins og alltaf hjá leikfélaginu verða nokkrar sýningar á Hólmavík en síðan  verður farið af stað og sýnt á Drangsnesi, Árnesi og fleiri stöðum. Tvö ár eru síðan Leikfélag Hólmavíkur setti síðast upp sýningu.