Sviðslistahópurinn Flækja stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir byrjendur og lengra komna þar sem unnið er með leiktexta og helstu aðferðir við að læra og flytja hann á trúverðugan hátt. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem stefna á prufur bæði fyrir leiklistarskóla eða önnur verkefni. Markmið námskeiðisins er að læra einfalda tækni sem auðvelt er að tileinka sér og hjálpar manni að vera meira sannfærandi á sviði og fyrir framan myndavél. Námskeiðið er fyrir 16 ára og eldri.

Námskeiðið fer fram 19. október, kl. 10:00- 15:00, í Söngskólanum í Reykjavík.

Kennarar eru þær Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Júlíana Kristín Jónsdóttir. Nánari upplýsingar um þær er að finna á vef Flækju.

Verð: 8500 krónur.

Námskeiðið er í samstarfi við Söngskólann í Reykjavík.