Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Akranesi sýnir um þessar mundir söngleikinn Rock of Ages í samstarfi við Tónlistarskólann á Akranesi.

Rock Of Ages er kraftmikill Broadway söngleikur eftir Chris D’Arienzo. Sýningin býður upp á allan tilfinningarússíbanan og er stanslaus skemmtun sem enginn má missa af! Rock Of Ages hefur bæði verið kvikmynduð og sýnd í leikhúsum út um allann heim og ratar nú beint inn í Bíóhöllina á Akranesi.

Söngleikurinn Rock Of Ages gerist í Los Angeles um miðjan níunda áratug síðustu aldar, þar sem aðal atriðið var að vera með sæmilegt magn af hári, góðan drykk í hönd og stóra drauma, allt er mögulegt! Allskyns fólk gengur um götur The Sunset strip, allt frá þýskum bræðrum í viðskiptahugleiðingum til stærstu rokkstjörnu heims!

Verkinu er leikstýrt af Gunnari Birni Guðmundssyni, umsjón yfir tónlist hafa Eðvarð Lárusson og Elfa Margrét Ingvadóttir. Halldór Magnússon þýddi. Miðasala er á midi.is.