„Þessar kleinur hérna eru óvenju mjúkar og óvenju bragðgóðar“

Leikfélag Ölfuss frumsýnir Kleinur eftir Þórunni Guðmundsdóttur laugardaginn 8. febrúar í Versölum í Þorlákshöfn.
Verkið fjallar um sérvitringinn Sigga, sem er smiður eins og Jesús, og sýnir okkur æviferil hans frá gröf til vöggu. Þórunn skrifaði upphaflega fyrsta þáttinn sem einþáttung og bætti svo við fjórum í viðbót þar sem fólk varð afar forvitið um þennan furðulega fýr og samskipti hans við samferðafólkið.
Árný Leifsdóttir leikstýrir verkinu en leikarar eru þau Björg Guðmundsdóttir, Brynhildur Óskarsdóttir, Helena Helgadóttir, Ívar Örn Baldursson, Jóhanna Hafdís Leifsdóttir, Óttar Ingólfsson og Telma Rut Jónsdóttir.
Miðasala er í síma 786 1250 á milli kl. 12-18 en hægt er að senda sms utan þess tíma. Miðaverð er 2500 kr.
Uppselt er á frumsýningu 8. febrúar en aðrar sýningar eru sem hér segir:

Fim. 13. , þri. 18. , lau. 22. febrúar, fim. 27. febrúar og þri. 3. mars.
Sýningar hefjast kl. 20:00