Leikfélag Akureyrar hefur ákveðið að sýna gamanleikinn 39 ÞREP í Íslensku óperunni í maí vegna mikillar eftirspurnar, en uppselt var á nær 50 sýningar fyrir norðan í vetur. Í þessum óborganlega gamanleik fara fjórir leikarar á kostum í 139 hlutverkum. Verkið er samið af Patrick Barlow en byggir á hinni frægu kvikmynd Hitchcocks, The 39 Steps. Leikstjóri sýningarinnar er María Sigurðardóttir en hún leikstýrði einnig sýningunum Sex í sveit og Fló á skinni.
Sýningar í Íslensku óperunni verða föstudaginn 7. maí, laugardaginn 8. maí og sunnudaginn 9. maí kl. 20 og er hægt að kaupa miða í miðasölu Íslensku óperunnar, síma 511 4200, eða á heimasíðu Íslensku óperunnar www.opera.is. Miðaverð er 3.200 kr.

{mos_fb_discuss:2}