Leikklúbburinn Krafla fagnar um þessar mundir 30 ára starfsafmæli en margt hefur verið brallað og margar góðar sýningar sýndar á þessum árum. Undanfarið hafa félagar í Kröflu æft verk sem þeir sömdu sjálfir í tilefni afmælisins. Leikstjóri er Linda María Ásgeirsdóttir.

Verkið ber heitið Hernám í Hrísey og fjallar um eins og titillinn ber með sér hernámasárin í Hrísey, t.d. hvernig húsmæðurnar í Hrísey létu til sín taka og hvaða áhrif hernámið hafði á stúlkurnar og drengina.

Leikritið er ekki sannsögulegt á nokkurn hátt en gæti þó endurspeglað á einhvern hátt hvernig lífið var á hernámsárunum.

krafla.gifVerkið er því uppspuni frá upphafi til enda en nöfn á stöðum og staðhættir eru hafðir nokkuð réttir. Höfundar leituðu fanga hjá Hríseyingum sem muna eftir þessum árum, lásu heimildir og rýndu í önnur gögn frá þessum tíma til að komast í takt við tíðarandann sem þá ríkti.

Hernám í Hrísey var frumsýnt laugardaginn 26. maí n.k. kl. 20:00 í Sæborg sem er samkomuhús Hríseyinga.

Allar nánari upplýsingar og miðapantanir eru í síma 6952868.

{mos_fb_discuss:2}