Nú er að fara af stað uppsetning á söngleiknum Epli og Eikur hjá leikfélaginu Hugleik. Verkið er nýtt af nálinni en höfundur er Þórunn Guðmundsdóttir en verk hennar, Kolrassa, sló í gegn hjá félaginu árið 2002. Leikstjóri verður Oddur Bjarni Þorkelsson. Þetta er í fyrsta sinn sem hann leikstýrir hjá Hugleik, en hann hefur verið einn afkastamesti leikstjóri landsins undanfarin ár.
Opinn samlestur á verkinu verður haldinn í húsnæði Hugleiks að Eyjarslóð 9 fimmtudaginn 11. janúar kl. 20.00. Þeir sem áhuga hafa á að starfa með félaginu í vetur eru hvattir til að mæta. Allir velkomnir
Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta, en hafa áhuga á að vera með eða komast á póstlista félagsins geta látið vita í netfang hugleikur@hugleikur.is