Næsta sunnudag mun Grímuverðlaunasýningin Bólu Hjálmar í uppsetningu Stopp leikhópsins ríða á vaðið sem fyrsta fjölskyldusýnininginn í Tjarnarbíó. Tjarnarbíó ætlar að vera með sem vera með eitthvað fyrir fjölskylduna alla sunnudaga í nóvember og desember. Sirkus Sóley verður svo með tvær sýningar næstu tvær helgar á eftir. Í upphafi aðventu mætir svo Augasteinn í uppsetningu Á senunni aftur í Tjarnarbíó en verkið var frumsýnt þar fyrir 7 árum síðan.
Snuðra og Tuðra á vegum Möguleikhússins ætla líka að líta við í byrjun desember með Jólarósirnar sínar. Algjör Sveppi – dagur í lífi stráks verður svo sýnt á milli jóla og nýárs en það eru allra síðustu sýningar á verkinu í Reykjavík.
Stór hluti félagsmanna í Sjálfstæðu leikhúsunum-SL eru barna og unglinga leikhús sem ferðast á milli leikskóla og grunnskóla um allt land. Oft hafa þessir hópar verið kallaðir ,,ósýnilega leikhúsið“ þar sem verk þeirra eru ekki auglýst fyrir almenning en samt sem áður eru þau að sýna fyrir nærri 50 þúsund áhorfendur á ári. Í flestum tilfellum eru sýningar þessara hópa fyrsta upplifun barna af leikhúsi.
Mikilvægi og ábyrgð þessara hópa er því augljós þrátt fyrir ósýnileika og óhætt að fullyrða að þeir starfað af hugsjón og ástríðu fremur en von um fjárhagan ávinning, oft í marga áratugi. Tjarnarbíó ætlar í samvinnu við þessa hópa að bjóða upp á fjöldkyldursýningar á sunnudögum ásamt því að vera með tónleika, upplestur, dans o.s.frv. í allan vetur Það er því spennandi sunnudagar fyrir alla fjölskylduna í vetur í Tjarnarbíó og óhætt að kíkja við eftir að búið er að gefa öndunum brauð.
Fjölskyldudagar í Tjarnarbíó alla sunnudag Í nóvember og desember
Sun 7. nóv kl. 14
Bólu Hjálmar – Stopp leikhópurinn
Sun 14. og 21. nóv kl. 14
Sirkus Sóley – Sirkus Íslands
Sun 28 nóv, 12. og 19 des. Kl. 14 og 16
Ævintýrið um Augastein – Á senunni
Sun 5. des Kl. 16
Jólarósir Snuðru og Tuðru – Möguleikhúsið
28.-30 des kl. 13 og 16
Algjör Sveppi. Dagur í lífi stráks– Á þakinu
{mos_fb_discuss:2}