Um síðustu helgi var frumsýnt í Borgarleikhúsinu leikritið Eilíf hamingja eftir Andra Snæ Magnason og Þorleif Örn Arnarson.
Uppsetningin er samstarfsverkefni Hins Lifandi Leikhúss og Borgarleikhússins og er sýnt á litla sviðinu. Leikstjóri er Þorleifur Arnarson.
Eilíf Hamingja er verk um millistjórnendastéttina, hina nýju íslensku alþýðu.
Eilíf hamingja er fyrsta íslenska millistjórnendadramað. Það segir frá fjórum einstaklingum, 3 körlum og konu, sem vinna saman í markaðsdeild stórfyrirtækis á Íslandi. ímynd fyrirtækisins hrundi er eigandi þess skildi við eiginkonuna og nú þarf markaðsdeildin að redda nýrri ímynd. Þau leita svífast einskis í leit sinni enda er um meira að ræða heldur en ímynd fyrirtækisins, þetta er spurning um að lifa af í hörðum heimi ímyndarinnar.
Hið Lifandi Leikhús er sjálfstætt starfandi leikhópur. Fyrri verk hópsins eru "Aðfarir að Lífi hennar", stuttleikjasyrpan PENTAGON og American Diplomacy sem setta var upp í Borgarleikhúsinu 2005.
Maxim Gorki leikhúsið í Berlín, sem er eitt af stærstu leikhúsum borgarinnar, hefur falast eftir sýningunni og verður hún sett á fjalirnar í Berlín í lok febrúar.
Helstu aðstandendur:
Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarson
Leikmyndahönnuður: Drífa Ármannsdóttir
Dramatúrg: Arndís Þórarinsdóttir
Leikarar: Orri Huginn, Sara Dögg, Jóhannes Haukur og Guðjón Þorsteinn.