Þetta mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum

ImageHugleikur verður með febrúarútgáfu sína af Þessu mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudagskvöldið, 8. febrúar. Í þetta skiptið er dagskráin að mestu á þjóðlegum nótum, í tilefni þorrans, en þjóðararfurinn hefur reyndar lengi verið mikilvægt viðfangsefni félagsins, og skilgreiningin á því bísna víð.

Að þessu sinni verða tveir leikþættir fluttir. Bið á þorra eftir Árna Hjartarson og Gegnumtrekkur eftir Unu Mikaelsdóttur og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Nýstofnaður kór, söngsveitin Hjárómur mun frumflytja kórverkið Heilræði eftir Þorgeir Tryggvason við texta úr Hávamálum. Þá mun Árni Hjartarson flytja meistaraverk Einars Benediktssonar, Hvarf séra Odds frá Miklabæ, í leikrænum búningi með áhrifshljóðum. Síðast en ekki síst mun póst-húsvíska súpergrúppan Rip, Rap og Garfunkel skemmta gestum á sinn einstaka hátt.

Eitthvað fyrir alla á þorrahlaðborði Hugleiks 8. febrúar. Dagskráin hefst kl. 21.00.

Miðaverð er 1000 kr. Miðapantanir í síma 551 2525 og í pósti á midasala@hugleikur.is

0 Comments Off on Þetta mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum 492 07 February, 2006 Allar fréttir February 7, 2006

Áskrift að Vikupósti

Karfa