Súldarsker sýnt í Tjarnarbíói

Súldarsker sýnt í Tjarnarbíói

Föstudaginn 14. janúar var Súldarsker, nýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur, frumsýnt í Tjarnarbíó. Verkið er ærslafull, tragíkómísk, ráðgáta sem gerist í einangruðu bæjarfélagi sem á sér ógnvænlegt leyndarmál. Leikarar eru Aðalbjörg Árnadóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir en Harpa Arnardóttir leikstýrir.

 

Tveimur aðkomukonum skolar upp á hið grámyglulega Súldarsker í ólíkum erindagjörðum; önnur gruflar í fortíðinni en hin staldrar aldrei við til að líta um öxl. Koma þeirra setur samfélagið úr skorðum og hrindir af stað æsispennandi atburðarás þar sem við sögu koma gamlir vitaverðir, bæjarhátíðin Hryssingsdagar, gráðugir ufsar, óupplýst morð, uppstoppaðar kríur og síðast en ekki síst leyndardómar hinnar fullbúnu en ógangsettu kassettuverksmiðju sem gnæfir yfir samfélaginu.

Næstsu sýningar:

Föstudagur 21.01
Sunnudagur 23.01
Miðvikudagur 26.01
Sunnudagur 30.01

Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðasala á www.midi.is

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Súldarsker sýnt í Tjarnarbíói 278 18 janúar, 2011 Allar fréttir janúar 18, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa