Leikfélag Selfoss stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir fullorðna (16 ára og eldri). Leiðbeinandi á námskeiðinu er Gunnar Björn Guðmundsson sem hefur einnig verið ráðinn leikstjóri fyrir verk vetrarins.
Námskeiðið er þriggja daga leiklistarnámskeið með áherslu á gamanleik. Þetta er skapandi leiklistarnámskeið þar sem unnið er með leikgleði, samvinnu, sjálfstraust, spuna og virka hlustun. Leitast er við að reyna að finna út af hverju við erum fyndin. Hvað fær fólk til að hlæja og hvernig höldum við í leikgleðina. Unnið verður með leiki og spuna til að skapa persónur og aðstæður. Námskeiðið hentar öllum bæði byrjendum sem og lengra komna.
Námskeiðið verður haldið eftirfarandi daga:
Föstudagur 10. sept 19:00-22:00
Laugardagur 11. sept 11:00-14:00
Sunnudagur 12. sept 11:00-14:00
Laugardagur 11. sept 11:00-14:00
Sunnudagur 12. sept 11:00-14:00
Gunnar Björn hef unnið jöfnum höndum í leikhúsi og kvikmyndum síðan 1996. Á þessum árum hefur hann leikstýrt fjórum kvikmyndum í fullri lengd, skrifað og leikstýrt fjórum áramótaskaupum, leikstýrt rúmlega þrjátíu leiksýningum og skrifað tíu leikrit. Gunnar Björn hefur haldið fjölda námskeiða í leiklist og kvikmyndagerð. Hann hefur verið stundakennari við Kvikmyndaskóla Íslands síðan 2014, kennir þar handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Hann kennir núna leiklist á haustönn hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Gunnar Björn er einn af stofnendum Gaflaraleikhúsins í Hafnarfirði og kom að rekstri leikhússins fyrstu þrjú árin.
Frítt er á námskeiðið fyrir alla félaga Leikfélags Selfoss. Verð fyrir aðra er 3000kr.
Skráning og allar aðrar upplýsingar: leikfelagselfoss@leikfelagselfoss.is