Leikfélag Ölfuss sýnir nú síðustu sýningar á Makalausri sambúð eftir Neil Simon í leikstjórn Guðmundar Lúðvíks Þorvaldssonar. Síðustu sýningarnar verða föstudaginn 22. nóvember og  laugardaginn 23. nóvember og hefjast báðar kl. 20.  Sýnt er í Versölum (Ráðhúsi Ölfuss).

Leikritið fjallar á kómískan hátt um vinkonur í spilaklúbbi, gleði þeirra og raunir. Það gengur á ýmsu, ekki hvað síst þegar ofurhúsmóðirin Elísabet flytur inn til Margrétar sem er ekki alveg jafn skipulögð. Þá eru spænsku bræðurnir Manolo og Jesus ekki til að bæta samskipti milli vinkvennanna.

Miðasala er í síma 664-6454 og á Facebooksíðu Leikfélags Ölfuss. Miðasala hefst í Versölum klukkustund fyrir hverja sýningu. Miðaverð kr. 2000. Ath. enginn posi á staðnum.