Leikfélag Hafnarfjarðar býður gesti og gangandi velkomna í tækifærisleikhús (pop-up-leikhús) næstkomandi laugardag, 11. september.
Frá morgni og fram undir kvöld verður hægt að koma í leikhúsið í Kapellu St. Jó, Suðurgötu 41, og fylgjast með leikritum verða til – frá sköpun til sýningar.
Öllum sem vilja er jafnframt boðið að taka þátt í verkefninu, hvort sem er að skrifa, leika eða hvort tveggja. Engrar reynslu er krafist, bara koma og prófa og upplifa gleðina sem felst í því að skapa í skemmtilegum hópi.
Ekki er þörf á því að tilkynna eða skrá sig fyrirfram, nóg er að mæta.
Dagskrá:
Kl. 10.00 – Leikritun (handrit verða til)
Kl. 11.30 – Samlestur leikritanna
Kl. 13.00 – Æfingar hefjast
Kl. 18.00 – Sýningar hefjast
Þeir sem vilja skrifa þurfa að vera komnir fyrir kl. 10 og verða að koma með eigin tölvu.
Þeir sem vilja leika þurfa að vera komnir fyrir kl. 11.30.
Þeir sem vilja bara fylgjast með eða heimsækja okkur mega koma hvenær sem er.
Leikhús þarf ekki að vera flókið!