Það er Hólmvíkingurinn Arnar S. Jónsson sem leikstýrir og fara sjö leikarar með hlutverk í sýningunni og eru flestir þeirra að stíga sín fyrstu skref með leikfélaginu. Auk þeirra tekur annar eins fjöldi þátt í verkefnum á bak við tjöldin. Uppsetningin hefur fengið fádæma góða aðsókn hingað til. Fimm sýningar eru að baki á Hólmavík og voru samtals hátt í 450 gestir sem sáu þær, sem samsvarar rúmlega íbúafjölda á staðnum. Leikfélagið hefur gegnum tíðina einkennst af mikililli ferðagleði og hefur í gegnum tíðina sýnt á um það bil 50 stöðum á landinu.
Sýningarnar í leikferðinni verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 2. júní í Félagsheimilinu á Patreksfirði.
Föstudaginn 3. júní í Félagsheimilinu í Bolungarvík.
Laugardaginn 4. júní í Samkomuhúsinu í Súðavík.
Allar sýningarnar hefjast kl 20.00.
Menningarráð Vestfjarða styrkir Leikfélag Hólmavíkur vegna leikferðirinnar.
{mos_fb_discuss:2}