Laugardaginn 14. nóvember nk. efna Leikminjasafn Íslands og Listaháskóli Íslands til málstofu um íslenska leiklistarfræði. Málstofan er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hún verður haldin í fundasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og hefst kl. 14.00.

 

Eftirtaldir fræðimenn flytja stutt erindi:

Ólafur J. Engilbertsson, sagnfræðingur og leikmyndahöfundur: „Rétt landslag eða róttæk list?“ – sögunni miðlað á sviðinu.

Ingibjörg Björnsdóttir, listdnskennari: „Ausdruckstanz“ á íslensku leiksviði – Um dansarann Ellen Kid.

Magnús Þór Þorbergsson, lektor við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands, „Hvað eigum við að kalla instructör?“ – Nokkrar hugleiðingar um stöðu leikstjórans í íslensku leikhúsi á 3. áratugi síðustu aldar.

Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands: Að dæma eða ekki að dæma. Hugleiðingar um tilvistarvanda íslenskrar leiklistargagnrýni á fyrri hluta síðustu aldar.

Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur: Nýjársnóttin: Gleðileikur Indriða Einarssonar og íslenskir samtímaviðburðir.

Björn G. Björnsson, leikmyndahöfundur: Hvernig geymist leiklist?

Umræðum stýrir Dagný Kristjánsdóttir prófessor við H.Í. Sveinn Einarsson stjórnarformaður Leikminjasafnsins setur málþingið.