Þá er loksins komið að því að áhorfendur geti séð uppfærslu á verkinu  “Láttu ekki deigan síga Guðmundur”, hjá Leikfélagi Siglufjarðar í leikstjórn hins magnaða leikstjóra Guðjóns Sigvaldasonar.  Höfundar eru Hlín Agnarsdóttir og Edda Björgvinsdóttir.
Frumsýnt verður þann 27. október í Bíó Café og hefst sýningin kl. 21:00.  Húsið opnar kl. 20:00.
gudmundur.pngFélagar í L.S. hafa lagt nótt við dag síðustu viku við að leggja lokahönd á sviðsmynd, búninga og annað og því hafa mörg grútsyfjuð andlit sést á mörgum vinnustöðum bæjarins sem og í Grunnskólanum, en leikfélagið nýtur stuðnings nemenda í leiklist í Grunnskóla Siglufjarðar.  

Næstu sýningar eru fyrirhugaðar:
29. október kl. 20:30
2. nóvember kl. 20:30

Athugið að húsið opnar ætíð klukkustundu fyrir sýningu.

Aðgangseyrir:
Fullorðnir:                    2.000.- kr.
Börn 12 ára og yngri og ellilífeyrisþegar:    1.300.- kr.

Hláturinn lengir lífið!