Barnasöngleikurinn Ljónalandið eftir Brigitte og Herwig Thelen, í þýðingu og leikstjórn Ívars Helgasonar verður frumsýnt í Jaðarleikhúsinu sunnudaginn 17. desember næstkomandi, kl 16.00. Ljónalandið gerist á sléttum Afríku, þar sem hin ógurlega silfurslanga legst yfir landið, skilur að hjarðirnir og mengar vatnsbólin. Dýrin þurfa að taka til sinna ráða til þess að berjast gegn þessari nýju hættu sem ógnar lífi þeirra. Fjörugur og skemmtilegur söngleikur með afrískblandaðri tónlist.
Verkið er unnið í samstarfi við unga Hafnfirðinga. Sýningar í desember verða laugardagana 23. og 30. desember kl 15.00 en aðrar sýningar verða auglýstar síðar.
Takmarkaður miðafjöldi er í boði.
Miðapantanir í síma 846 1351 og með tölvupósti á jadarleikhusid@hotmail.com
Miðaverð er 1200 kr fyrir fullorðna en 800 fyrir barn, en 500 ef komið er með fleirri en eitt barn.
Jaðarleikhúsið er til húsa að Miðvangi 41í Hafnarfirði, gengið inn Samkaupsmeginn.