Scenofest 2007 er leikhúshátíð sem haldin verður 15. júní til 24. júní í Prag í Tékklandi. Á hátíðinni verður lögð áhersla á umgjörð leiksýninga. Boðið verður upp á fjölda námskeiða og sýninga þar sem áhersla er lögð á sjón- og tæknilega þætti í leikhúsi. Hátíðin er í hátíðaröðinni Prague Quadrennal, en sú hátíð er haldin í Prag á fjögurra ára fresti.

Á hátíðinni verður m.a. boðið upp á 72 námskeið sem á verða um 1.500 manns. Umsóknareyðublöð verða fáanleg á vef hátíðarinnar frá áramótum og umsóknarfrestur er til 31. janúar. Tilkynnt verður um hverjir fá að taka þátt þann 28. febrúar 2007. Í einhverjar af leiksmiðjunum verður skráð þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar má finna hér.