Laugardaginn 30. nóvember verður svo haldið markaðs og skemmtikvöld í Bæjarleikhúsinu. Húsið opnar kl. 19.30 með fordrykk í boði LM. Síðan verður boðið upp á hina ýmsu sölu- og kynningarbása, tískusýningu og skemmtiatriði að hætti hússins. Að ógleymdu frábæru happdrætti þar sem fjölmargir eigulegir vinningar verða í boði. Aðgangseyrir er aðeins 500 krónur og happdrættismiðar kosta 500 krónur. Við hvetjum fólk til að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í Bæjarleikhúsið, lyfta sér upp og hitta sveitungana í byrjun aðventunnar.
Líf og fjör í Bæjarleikhúsinu
Sunnudaginn 17. nóvember frumsýnir Leikfélag Mosfellssveitar nýtt barnaleikrit eftir Agnesi Wild sem heitir Jólin hennar ömmu. Þetta er falleg jólasaga þar sem fjallað er um samband álfa og manna. Leikstjóri er Jóel Sæmundsson. Frumsýning verður sunnudaginn 17. nóvember kl. 16 og verða sýningar á sunnudögum kl. 16 til jóla. Hægt er að panta miða í síma 566 7788 og miðaverð er 1500 krónur.