Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20 frumsýnir Stúdentaleikhúsið Sá á fund sem finnur sig, nýtt leikverk byggt á hugmynd leikstjórans Péturs Ármannssonar sem vinnur handritð með Jónasi Reyni Gunnarssyni. Sýnt er í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík (inngangur er við hliðina á Kex Hostel). Sýningartíminn er stuttur og því mikilvægt að tryggja sér miða sem fyrst.

Í fyrsta sinn í íslensku leikhúsi er raunveruleikaþáttur þar sem keppendur þurfa að finna sjálfa sig settur upp á sviði! Í Sá á fund sem finnur sig keppa níu örvæntingarfullir þátttakendur. Áður en þættinum lýkur þurfa þeir að uppgötva drauma sína, sigrast á ótta sínum, gera upp fortíðina og sættast við sjálfan sig. Sá sem er fyrstur að finna sjálfan sig er krýndur sigurvegari og hlýtur vegleg verðlaun. Hvernig finnur maður sjálfan sig? Hver verður sendur heim? Hver brotnar saman og eyðileggur líf sitt? Hver stendur uppi sem sigurvegari og vinnur 10 milljónir?

Sýningartímar:
14. nóvember –fimmtudagur kl 20 -UPPSELT
16. nóvember –laugardagur kl 20
17. nóvember –sunnudagur kl 20
19. nóvember –þriðjudagur kl 20
21. nóvember –fimmtudagur kl 20
23. nóvember –laugardagur kl 20

Kynnir: Ásthildur Sigurðardóttir

Keppendur:
Adolf Smári Unnarsson
Arnrún Tryggvadóttir
Grétar Mar Sigurðsson
Kirsti Lind Villard
Kjartan Orri Þórsson
Marjan MarCissus Gjorheski
Pálmi Freyr Hauksson
Vilhelm Þór Neto
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Hugmynd og leikstjórn: Pétur Ármannsson
Meðhöfundur: Jónas Reynir Gunnarsson
Aðstoðarleikstjórn: Ragnhildur Ásta Valsdóttir og Sóley Linda Egilsdóttir
Tónlist: Ingvar Örn Arngeirsson og Vilhjálmur S. Vilhjálms
Myndbandsgerð: Birnir Jón Sigurðsson
Leikmynd: Ágústa Gunnarsdóttir
Búningar: Iona Sjöfn

Almennt miðaverð er aðeins 2.500 kr en 2.000 kr fyrir nema, öryrkja og ellilífeyrisþega. Hægt er að panta miða með því að senda póst á studentaleikhusid@gmail.com eða í síma 868-9721. Einnig er hægt að senda skilaboð á facebooksíðu Stúdentaleikhússins.