Í Englum alheimsins er sögð saga listamannsins Páls sem verður ungur illa haldin af geðveiki og missir tökin á lífinu. Fáar sögur hafa hitt þjóðina í hjartastað jafn rækilega og saga Páls og átökum hans við sjálfan sig og samfélagið.
Atli Rafn Sigurðarson fer með hlutverk Páls og segir sögu hans í uppfærslu Þjóðleikhússins
Leikarar í sýningunni eru auk Atla Rafns þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Högni Egilsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Saga Garðarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Sólveig Arnarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson.