Þann 20. apríl mun Þjóðleikhúsið frumsýna á Stóra sviðinu Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson í nýrri leikgerð Þorleifar Arnar Arnarssonar og Símons Birgissonar. Englar alheimsins er ein ástælasta skáldsaga síðari ára og hafa bæði kvikmyndin og skáldsagan notið fádæma vinsælda. Ljóst er að margir bíða leikgerðarinnar með eftirvæntingu en um leið og forsala hófst varð uppselt á flestar sýningarnar. Sýningarkvöldum hefur nú verið fjölgað og aukasýningum bætt við en eftirspurnin eftir miðum er mikil.

Í Englum alheimsins er sögð saga listamannsins Páls sem verður ungur illa haldin af geðveiki og missir tökin á lífinu. Fáar sögur hafa hitt þjóðina í hjartastað jafn rækilega og saga Páls og átökum hans við sjálfan sig og samfélagið.

Atli Rafn Sigurðarson fer með hlutverk Páls og segir sögu hans í uppfærslu Þjóðleikhússins

Leikarar í sýningunni eru auk Atla Rafns þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Högni Egilsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Saga Garðarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Sólveig Arnarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson.