Leikhópurinn sem æfir nú af kappi Máf Tsjekoffs á vegum Leikfélagsins Sýnis hélt um sl. helgi til Hellisands þar sem æft var af kappi auk þess sem hópurinn sýndi stutt götuleikhúsatriði á bæjarhátíð Sandara sem haldin var hátíðleg um helgina. hellis1.jpgLeikhópurinn sem æfir nú af kappi Máf Tsjekoffs á vegum Leikfélagsins Sýnis hélt um sl. helgi til Hellisands þar sem æft var af kappi auk þess sem hópurinn sýndi stutt götuleikhúsatriði á bæjarhátíð Sandara sem haldin var hátíðleg um helgina.

Framan af helgi var veðrið reyndar ekki sérlega hentugt til leikhúsiðkunar utandyra, 20 metrar á sekúndu og skúrir, þannig að æfingar voru fluttar inn í íþróttahús bæjarins. Þar var æft allan laugadaginn og aðeins gert hlé til þess næra sig og skjótast til að flytja stuttan performans á útimarkaði sem fluttur hafði verið inn í félagsheimilið Röst. Myndirnar eru frá æfingu og undirbúningi fyrir innigötuleikhús.

Eftir erfiðan en ánægjulegan dag var svo grillað heima hjá gestgjafanum Guðrúnu Láru Pálmadóttur, gjaldkera félagsins, en hún er búsett á Hellisandi. Það stóð heima, þegar komið var að því að halda heim á sunnudegi brast á með veðri eins og það getur best orðið á Íslandi, þannig að margri frestuðu för og sleiktu sólina.

Máfurinn verður frumsýndur laugardaginn 29. júlí í Elliðaárdal og verður einnig sýndur á Fiskideginum mikla á Dalvík laugardaginn 12. ágúst.

hellis3.jpg

hellis2.jpg