Leikhópurinn Lotta heldur nú í mikla leikferð um landið og mun sýna Galdrakarlinn í Oz á 18 stöðum víðsvegar um land. Nú þegar hefur Lotta heimsótt Vestfirðina og Suðurland auk þess sem sýnt hefur verið í bæum í nágrenni Reykjavíkur. Fyrsta sýningin í leikferðinni verður í Mofellssbæ í dag og síðan liggur leiðin upp á Skaga og í Borgarnes.

17. júlí, fimmtudagur, klukkan 18:00 í Mosfellsbæ
Í Mosfellsbæ sýnum við á Hlégarðssvæðinu.
18. júlí, föstudagur, klukkan 18:00 á Akranesi
Á Akranesi sýnum við á Merkurtúni.
19. júlí, laugardagur, klukkan 14:00 í Borgarnesi
Í Borgarnesi sýnum við í Skallagrímsgarði
20. júlí, sunnudagur, klukkan 14:00 í Ólafsvík
Á Ólafsvík sýnum við í Sáinu.

21. júlí, mánudagur, klukkan 18:00 í Stykkishólmi
22. júlí, þriðjudagur, klukkan 18:00 á Hvammstanga
23. júlí, miðvikudagur, klukkan 18:00 á Blönduósi
24. júlí, fimmtudagur, klukkan 18:00 á Sauðárkróki
25. júlí, föstudagur, klukkan 18:00 á Siglufirði
26. júlí, laugardagur, á Húsavík
27. júlí, sunnudagur, á Akureyri
28. júlí, mánudagur, klukkan 18:00 á Vopnafirði
29. júlí, þriðjudagur, klukkan 18:00 á Egilsstöðum
30. júlí, miðvikudagur, klukkan 18:00 á Seyðisfirði
31. júlí, fimmtudagur, klukkan 18:00 á Reyðarfirði
1. ágúst, föstudagur, klukkan 18:00 á Höfn
2. ágúst, laugardagur, á Flúðum
3. ágúst, sunnudagur, í Hvalfirði

Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn. Fólki er bent á að klæða sig eftir veðri og taka endilega með sér myndavél og teppi til að sitja á.

Nánari upplýsingar á www.leikhopurinnlotta.is

{mos_fb_discuss:2}