Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings í Borgarfirði, frumsýndi gamanleikinn Með fullri reisn eftir Englendinginn Terrence Mcnally, undir leikstjórn Margrétar Ákadóttur, föstudaginn 12. nóvember. Húsfyllir var og skemmtu frumsýningargestir sér hið besta, enda uppsetningin með eindæmum hressileg. Í leikarahópnum að þessu sinni má sjá borgfirska bændur, nemendur, mjólkurbílstjóra, skógfræðinga,  leikskólakennara, forstöðumann og fleiri snillinga.

Verkið fjallar um 6 karla, sem missa vinnuna og hvaða áhrif það hefur á þá og fjölskyldur þeirra. Þeir bregðast við aðstæðum með því að halda strippsýningu til fjáröflunar sér og sínum. Verkið getur verið skírskotun í samtímann og aldrei að vita nema að svona sýningar fari að skjóta upp kollinum víðar en í Borgarfirðinum.

Það er hlýlegt og hressandi að sjá borgfirsku stálin, dansandi léttklædd fyrir okkur nú þegar vetur er gengin í garð.

Næstu sýnngar:

Þriðjudaginn 23. nóvember – 7 sýning
Föstudaginn 26. nóvember – 8. sýning
Laugardaginn 27. nóvember – 9. sýning

Sýningar hefjast kl. 20:30 –  Miðaverð er kr. 1.800
Miðapantanir í s: 437 1227 – 437 0013 – 661 2629

{mos_fb_discuss:2}