Leikfélag Hólmavíkur á leikferð um Vestfirði

Leikfélag Hólmavíkur á leikferð um Vestfirði

Leikfélag Hólmavíkur leggur upp í ferðalag um helgina. Sýnt verður leikritið Makalaus sambúð eftir Neil Simon í þýðingu og leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar. Sýnd verður ein sýning í Félagsheimilinu Bolungarvík, föstudaginn 7. júní og hefst sýningin klukkan 20.00. Einnig verður sýnt í Félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík laugardaginn 8. júní og hefst sú sýning einnig klukkan 20.00. Miðaverð er 2500 kr. fyrir fullorðna en 1300 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Frítt er fyrir börn 5 ára og yngri. Posi verður á staðnum. Miðapantanir í síma 693-3474.

Leikritið, sem heitir á ensku The Odd Couple, fjallar um ungan fréttamann sem hefur verið sparkað af eiginkonu sinni, og flytur inn með vini sínum íþróttafréttamanninum. Vinurinn er hinn mesti sóði og er sambúðin hin kostulegasta á köflum þar sem sambýlingarnir læra sitthvað hvor af öðrum.

0 Comments Off on Leikfélag Hólmavíkur á leikferð um Vestfirði 475 06 June, 2013 Allar fréttir June 6, 2013

Áskrift að Vikupósti

Karfa