Hér er síðbúið yfirlit yfir starfsemi aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga leikárið 2011-12. 39 leikfélög settu upp leiksýningar á árinu sem er nákvæmlega sami fjöldi og á síðasta leikári en aðildarfélögunum fjölgaði úr 60 í 63 á leikárinu. Alls settu félögin upp 104 verk sem sýnd voru í heildina 579 sinnum og í þeim tóku þátt 1.732 manns. Heildarfjöldi félaga í áhugaleikfélögunum var 2.705 og áhorfendur á sýningunum voru 37.284.

20 best sóttu sýningarnar á leikárinu voru:

1. Lína langsokkur, Leikfélag Hveragerðis, – 1931 áhorfandi á 24 sýningum

2. Óværuenglarnir, Borgarbörn – 1638 áhorfendur á 19 sýningum

3. Í gegnum tíðina, Umf. Efling, leikdeild – 1447 á 17 sýningum

4. Himnaríki, Freyvangsleikhúsið – 1433 áhorfendur á 21 sýningu

5. Martröð á jólanótt, Leikfélag Húsavíkur – 1260 áhorfendur á 16 sýningum

6. Banastuð, Leikfélag Vestmannaeyja – 938 áhorfendur á 10 sýningum

7. Sólarferð, Leikfélag Selfoss – 922 áhorfendur á 15 sýningum

8. Ekki trúa öllu sem þú heyrir, Umf. Reykdæla – 920 áhorfendur á 14 sýningum

9. Klerkar í klípu, Leikdeild Umf. Biskupstungna – 914 áhorfendur á 12 sýningum

10. Tveir tvöfaldir, Leikfélag Sauðárkróks – 893 áhorfendur á 14 sýningum

11. Kardemommubærinn, Leikfélag Sólheima – 850 áhorfendur á 6 sýningum

12. Salka Valka, Umf. Dagrenning, leikdeild – 850 áhorfendur á 12 sýningum

13. Allt í plati, Leikfélag Sauðárkróks – 832 áhorfendur á 11 sýningum

14. Ronja ræningjadóttir, Leikfélag Vestmannaeyja – 828 áhorfendur á 7 sýningum

15. Hársprey, Leikfélag Mosfellssveitar – 800 áhorfendur á 10 sýningum

16. Skugga-Sveinn, Umf. Skallagrímur, leikdeild – 689 áhorfendur á 12 sýningum

17. Sex í sveit, Leikfélag Ólafsfjarðar – 687 áhorfendur á 6 sýningum

18. Jólasaga, Leikfélag Keflavíkur – 675 áhorfendur á 10 sýningum

19. Andlát við jarðarför, Leikfélag Mosfellssveitar – 670 áhorfendur á 10 sýningum

20. Enginn með Steindóri, Leikfélag Hofsóss 654 áhorfendur á 9 sýningum

Til samanburðar er hægt að skoða sambærilegar tölur frá síðasta leikári hérna.