Verkið Láttu bara eins og ég sé ekki hérna er grískur þátttökuharmleikur þar sem áhorfandinn lærir að þekkja sjálfan sig upp á nýtt. Við bjóðum áhorfendum að koma í Tjarnarbíó og gangast undir persónuleikapróf þar sem hann er leiddur í gegnum stig sjálfsupplýsingar og þarf að horfast í augu við sína innri pöndu.
Verkið veltir því upp hvað það þýðir að vera manneskja á tímum stanslauss eftirlits og hvernig við sköpum sjálfsmynd okkar þegar einkalífið er orðið að eign stjórnvalda og stórfyrirtækja.
ATH: Óhefðbundinn sýningartími og takmarkaður miðafjöldi.
Verkefnið er uppfærsla leikhópsins Sóma þjóðar. Sóma þjóðar er ætlað að vera frjáls samræðugrundvöllur um sviðslistir, ekki síður en eiginlegur leikhópur. Áhersla er lögð á sameiginlegt eignarhald allra þáttakenda verkefna, og deilda listræna ábyrgð.
Öllum aðstandendum er frjálst að taka þátt í öllum stigum og sviðum listsköpunarinnar og sækja innblástur og aðstoð að sama skapi á þverfaglegum grundvelli.
Að verkinu standa:
Hannes Óli Ágústsson
Karl Ágúst Þorbergsson
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Sara Hjördís Blöndal
Salóme R. Gunnarsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Sigurður Arent Jónsson
Frekari upplýsingar um verkið gefur Hannes Óli Ágústsson: hannesoli@gmail.com, 694-1983.
Sýningartímar
29. nóvember, kl. 17, 18 og 19
2. desember, kl. 18, 19 og 20
9. desember, kl. 18, 19 og 20
10. desember, kl. 18, 19 og 20
13. desember, kl. 17, 18 og 19