Ný íslensk kvikmynd, Glæpur og samviska, verður frumsýnd í Valaskjálf á Egilsstöðum föstudaginn 25. mars en hún er unnin í samvinnu við Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Þessi mynd hefur verið í vinnslu í fjögur ár og er alfarið tekin á Austurlandi. Leikstjórinn Ásgeir Hvítaskáld hefur þjálfað og ræktað áhugamannaleikara í hlutverkin og notað hið stórbrotna landslag á Austurlandi sem leiksvið.
Ásgeir hefur lært kvikmyndagerð í Danmörku og hefur getið sér orð fyrir sterkar sögur. Hann hefur gert 12 heimildar- og stuttmyndir sem hafa fengið viðurkenningar víða um heim.
Að tónlistinni í myndinni koma meðal annars Björn Thoroddsen, Margét Eir og Svavar Knútur.
Glæpur og samviska er mögnuð kvikmynd um örlög, ógæfu og illindi.
Hér má sjá stiklu úr myndinni.
{mos_fb_discuss:2}