Norræni leikhópurinn Kompani Nord sýnir leiksýninguna Vi, De Drunknade (We, The Drowned) í Tjarnarbíói 28. og 29. maí.
Sýningin Vi, De Drunknade er uppsetning á samnefndri bók eftir danska rithöfundinn Carsten Jensen. Bókin hefur notið mikilla vinsælda, um allan heim, frá útgáfu árið 2006.
Stjórnandi leikhópsins og leikstjóri sýningarinnar er finnski leikstjórinn Arn-Henrik Blomqvist. Verkið fjallar um þrjár kynslóðir sjómanna og þá von og hörku sem ríkir hjá fjölskyldum í hinum harða heimi sjómennskunnar. Sýningin vinnur með sviðsleik, myndbönd og ljósmyndir. Þar mætast stórar hreyfimyndir og einfaldur leikur. Tónlist verksins er sérsamin og sækir innblástur sinn til sjómannasöngva Tom Waits.
Verkið er flutt á sænsku með enskum texta.
Sýningin er hluti af norrænni sýningarferð hópsins. Nú þegar hafa þau sýnt á Álandseyjum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Færeyjum við góðar viðtökur.
Verkið fjallar um þrjár kynslóðir sjómanna og þá von og hörku sem ríkir hjá fjölskyldum í hinum harða heimi sjómennskunnar. Sýningin vinnur með sviðsleik, myndbönd og ljósmyndir. Þar mætast stórar hreyfimyndir og einfaldur leikur. Tónlist verksins er sérsamin og sækir innblástur sinn til sjómannasöngva Tom Waits.
Leikstjóri: Arn-Henrik Blomqvist
Leikgerð: Arn-Henrik Blomqvist
Tónlist: Leif Jordansson
Leikarar: Jonas Kippersund, Marc Svahnström og Lidia Bäck