Æfingar hefjast á Selfossi

ImageLeikfélag Selfoss hefur nýja árið með trukki og dýfu sunnudaginn 8. janúar, en
þá verður fyrsti samlestur á vorverkefni félagsins. Verkefnið er frumsamið
sögulegt leikverk byggt á heimildum um Þuríði formann og Kambsránið, ritað af
Sigurgeiri Hilmari Friðþjófssyni. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson.

Samlesturinn hefst klukkan 14:00 og eru allir áhugasamir velkomnir.

0 Slökkt á athugasemdum við Æfingar hefjast á Selfossi 479 05 janúar, 2006 Allar fréttir janúar 5, 2006

Áskrift að Vikupósti

Karfa