Nú fara í hönd leiklestrar á úrslitaverkum úr samkeppni Borgarleikhússins, Sakamál á svið. Núna á sunnudaginn, 12. nóvember, verður fyrsta verkið lesið. Það er leikritið Engu að tapa eftir Jónínu Leósdóttur og Gunnar H. Jónsson.
Lesturinn fer fram á þriðju hæð Borgarleikhússins og hefst klukkan 17.00.

Leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir, en leiklesendur verða: Hildigunnur Þráinsdóttir, Sóley Elíasardóttir, Birgitta Birgisdóttir, Davíð Guðbrandsson, Kjartan Bjargmundsson, Theódór Júlíusson, Víðir Guðmundsson, Orri Huginn Ágústsson, Þórhallur Gunnarsson

Lesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.