Gaflaraleikhúsið og Leikfélag Hafnarfjarðar standa fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna í vetur. Leiðbeinendur verða þau Björk Jakobsdóttir, Gunnar B. Guðmundsson og Ágústa Skúladóttir. Námskeið fyrir 10 – 12 ára hefjast 20. janúar, fyrir 13 – 15 ára þann 24. janúar og 16 ára og eldri þann 19. janúar. Námskeið Ágústu hefst í mars. Námskeiðin fara fram í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

 

Leiklist fyrir lífið! / Lærum að leika
Leiklistarnámskeið fyrir 10 – 12 ára (miðdeild grunnskóla , 5-7 bekkur)

Leiðbeinandi er Björk jakobsdóttir sem hefur um árabil vakið athygli sem leikkona . leikstjóri og leikskáld. Verk hennar Sellófan hefur t.a.m. farið sigurför um heiminn. Björk hefur mikla reynslu í að vinna með börnum. Markmið námskeiðsins er að efla jákvæðni og styrkja sjálfsmynd ,skapandi hugsun og frumkvæði hjá nemendum. Unnið verður með jákvæðni og spunaæfingar . Einnig verður farið í aðra grunnþætti leiklistarinnar eins og rödd , líkamsbeitingu, texta, senuvinnu og uppistand, Námskeiðinu lýkur með opnum tíma fyrir fjölskyldu og vini þar sem afrakstur námskeiðsins verður sýndur.

Námskeið hefst 20 janúar og lýkur 20 mars. Kennt er 1x tvær kennslustundir í viku .Seinustu tvær vikur af námskeiði er kennt tvisvar í viku = 20 kennslustundir . Hámarksfjöldi nemenda er 15.  Verð kr 33.000. Niðurgreiðsla frá íbúðargátt Hafnarfjarðarbæjar kr 4.000 = 29.000 kr

Að slá í gegn
Leiklistarnámskeið fyrir 13-15 ára (unglingadeild grunnskóla , 8-10 bekkur)

Leiðbeinandi er Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri og kvikmyndargerðarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarið með myndum sínum Astropíu , Gauragangi og Áramótaskaupi Sjónvarpsins. Gunnar hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og unglingum. Markmið námskeiðsins er að styrkja sjálfsmynd ,skapandi hugsun og frumkvæði hjá nemendum og þjálfa þá til þáttöku í leiklistarstarfi á sem víðustum grundvelli. Unnið verður með spunaæfingar og grunnþætti leiklistarinnar eins og rödd , líkamsbeitingu, texta, senuvinnu og uppistand. Farið verður í muninn á leiksvið- og kvikmyndaleik. Námskeiðinu lýkur með stuttri leiksýningu .

Námskeið hefst 24. janúar og lýkur 27 mars. Kennt er 1x tvær kennslustundir í viku .Seinustu tvær vikur af námskeiði er kennt tvisvar í viku = 20 kennslustundir . Hámarksfjöldi nemenda er 15. Verð kr 33.000. Niðurgreiðsla frá íbúðargátt Hafnafjarðarbæjar kr 4.000 = 29.000 kr

Listin að hlæja að sjálfum sér / Hláturinn lengir lífið
Námskeið í uppistandi og leiklist fyrir 16 ára og eldri

Leiðbeinandi er Björk jakobsdóttir sem hefur um árabil vakið athygli sem leikkona .uppistandari og leikskáld. Verk hennar Sellófan hefur t.a.m. farið sigurför um heiminn. Björk hefur mikla reynslu í grínleik og uppistandi og hefur leikstýrt fjölda verka af þeim toga. Markmið námskeiðsins er að kenna grunnatriði leiklistar og efla öryggi, einlægni og þor í tjáningu. Eins verður farið yfir grunnþætti uppistands og tekist á við að skrifa og flytja eigið efni. Námskeiðinu lýkur með opnu kvöldi þar sem uppistand og annar afrakstur námskeiðsins verður sýndur. Námskeiðið er góður undirbúingur fyrir þá sem ætla sér að þreyta inntökupróf í leiklistardeild Listaháskólans eða í erlenda leiklistarskóla.

Námskeið hefst 19 janúar og lýkur 19.mars. Kennt er 1x tvær kennslustundir í viku .Seinustu tvær vikur af námskeiði er kennt tvisvar í viku = 20 kennslustundir. Hámarksfjöldi nemenda er 15. Verð kr 33.000.

Einn fyrir alla – Allir fyrir einn!!
Leiklistarnámskeið fyrir 16 ára og eldri

Leiðbeinandi er Ágústa Skúladóttir sem hefur um árabil vakið athygli sem leikstjóri og leiklistarkennari. Hún leikstýrði m.a. Klaufum og kóngsdætrum hjá Þjóðleikhúsinu sem fékk Grímuna sem besta barnasýningin 2005. Ágústa hefur mikla reynslu í leiklistarkennslu og hefur verið einn af aðalkennurum leiklistarskóla Bandalags Íslenskra Leikfélaga .

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í list leikarans. Lögð verður áhersla á að leysa úr viðjum frumorku, einlægni og sköpunargleði, samband leikarans við sjálfan sig, meðleikara og áhorfendur. Unnið verður með líkamsbeitingu og texta og einnig verður kíkt á mismunandi leikaðferðir eða leikstíla eins og t.d. trúðleik-harmleik-Bouffon og melodrama. Nemendur munu takast á við agann sem þarf að vera til staðar í stórum, stílfærðum hópsenum en einnig verður farið í spuna í smærri hópum, tvíleik og stuttum einleikjum. Mikilvægi liðsheildar hóps verður ríkjandi þáttur námskeiðsins því þegar hlustun og leikgleði ráða ríkjum getur allt gerst! Námskeiðið er góður undirbúingur fyrir þá sem ætla sér að þreyta inntökupróf í leiklistardeild Listaháskólans eða í erlenda leiklistarskóla.

Námskeið hefst í mars og lýkur í maí.(Nánari dagsetningar auglýstar síðar) Kennt er 1x tvær kennslustundir í viku .Seinustu tvær vikur af námskeiði er kennt tvisvar í viku = 20 kennslustundir. Hámarksfjöldi nemenda er 15. Verð kr 33.000.

Pantanir í síma 565-5900 og í netfangi gaflarar@gmail.com