Næstkomandi laugardag frumsýnir Leikfélagið Hugleikur stuttverkadagskrá sem hlotið hefur nafnið Mér er hafið Hugleikið. Höfundar leikfélagsins hafa leitað til hafsins eftir innblæstri og afraksturinn er fjögur leikverk þar sem söngur, seiður, ilmur og hættur hafsins eru í forgrunni. Alls verða sýndar tvær sýningar, 23. og 24. nóvember kl. 20 í leikhúsinu að Eyjarslóð 9. Aðgangseyrir er 1000 kr. en ókeypis fyrir félaga sem greitt hafa félagsgjöld svo og börn 12 ára og yngri. Ekki þarf að panta miða.

Verkin sem um ræðir:

Fnykur
Leikstjóri: Unnur Guttormsdóttir
Höfundur: Ásta Gísladóttir
Leikarar: Fríða Bonnie Andersen og Rúnar Lund
– Ilmræn atferlismeðferð ekki fyrir byrjendur

Happasteinn
Leikstjóri: Ásta Gísladóttir
Höfundur: Ásta Gísladóttir
Leikari: Guðrún Halla Jónsdóttir
– Hafið verður uppspretta ótal drauma

Kaffi Kútter
Leikstjóri: Hrund Ólafsdóttir
Höfundur: Árni Hjartarson
Leikarar: Árni Hjartarson, Helga Ágústsdóttir, Ármann Guðmundsson, Júlía Hannam, Óskar Þór Hauksson og Stefán Geir Jónsson
– Á Kaffi Kútter eru sjómannalögin holdi klædd

Elsku Unnur
Leikstjóri: Þorgeir Tryggvason
Höfundur: Ásta Gísladóttir
Leikari: Sigurður H. Pálsson
– Hversu langt getur einn sjómaður gengið fyrir ástina?