Aukasýningar verða haldnar á sjónleik Áhugleikhúss atvinnumanna Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna sem sýnt er í Nýlistasafninu. Sýningarnar verð þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20 og miðvikudaginn 4. febrúar kl.20, aðgangur er ókeypis.

Verkið er hluti af fimmverka röð ódauðlegra leikverka um hegðun og eðli mannsins og er annað í röðinni. Verkin eru rannsókn á áráttuhegðun mannkyns og ófullkomleika. Þau feta sig inn í augnablikið þar sem maðurinn stendur berskjaldaður frammi fyrir guði og viðurkennir vanmátt sinn. Verkin leita að sársaukanum sem býr djúpt inní sálu mannsins og leitast við að skilja hann. Fyrsta verkið í kvintólógíunni var Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi og var sýnt við góðan orðstír í Klink og Bank listasamsteypunni vorið 2005.

Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur áhugafólks um frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Áhugaleikhús atvinnumanna hefur áhuga á leiklist sem talar til sinna áhorfenda án þess að verða meðvirk. Áhugleikhús atvinnumanna lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi. Engir peningar renna í gegnum Áhugaleikhús atvinnumanna og er ókeypis er inn á leiksýningar leikhússins.

Höfundur og leikstjóri verksins er Steinunn Knútsdóttir um útlit sér Ilmur Stefánsdóttir en leikarar sýningarinnar eru:

Aðalbjörg Árnadóttir
Árni Pétur Guðjónsson
Hera Eiríksdóttir
Jórunn Sigurðardóttir
Lára Sveinsdóttir
Magnús Guðmundsson
Ólöf Ingólfsdóttir
Sveinn Ólafur Gunnarsson

{mos_fb_discuss:2}