Hugleikur setur endapunktinn á leikárið 2007 til 2008 með leikdagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum. Dagskráin verður flutt þriðjudaginn 13. maí og föstudaginn 16. maí. Flutt verða fimm leikverk eftir félagsmenn, þar af eru fjögur frumflutt. Samkvæmt venju er leikstjórn í höndum liðsmanna Hugleiks. Við sögu koma m.a. ógæfufólk, tröll, framliðnir, áhugamenn um uppvask og fólk sem sýnir óviðeigandi hegðun í kvikmyndahúsum. Til að auka fjölbreytnina enn frekar verða einnig í boði tónlistaratriði í flutningi Hugleiksfólks.

Verkin sem sýnd verða eru:

Ári síðar e. Árna Friðriksson í leikstjórn Hjörvars Péturssonar
Eldhúsið e. Fríðu Bonnie Andersen í leikstjórn Hjalta Stefáns Kristjánssonar
Gilitrutt e. Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Nönnu Vilhelmsdóttur
Keisarinn e. Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Harðar S. Dan
Sessunautar e. Sigurð H. Pálsson í leikstjórn Júlíu Hannam

Þetta er þriðja dagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum á leikárinu. Félagið hefur nú í þrjú ár staðið fyrir reglulegum uppákomum í kjallaranum undir yfirskriftinni "Þetta mánaðarlega".

Húsið opnar kl. 20:30, en sýning hefst kl. 21:00 bæði kvöldin. Almennt miðaverð er 1000 kr. Nánari upplýsingar veita Nanna Vilhelmsdóttir í síma 8633622 og Sigurður H. Pálsson í síma 8200010.

{mos_fb_discuss:2}