Laugardaginn 26. janúar frumsýndi Leikfélag Rangæinga leikritið um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttir og Unni Guttormsdóttur, í Njálsbúð í Landeyjum. Sýningin gekk vel í alla staði og gerðu áhorfendur góðan róm að henni.


Þarna er á ferðinni farsi mikill með söngvum, sem fjallar um kotrössunga og annað heldra fólk í sveit nokkurri hér á landi fyrr á öldum og bregður fyrir fólki bæði lifandi og þeim sem farnir eru á æðra svið. Eins og í flestum leikritum þessarar gerðar svífur rómantíkin yfir vötnum í bland við óborganlegar persónur. Leikarar eru 11, en auk þess kemur annað eins af aðstoðarfólki að sýningunni. Leikstjóri er Margrét Tryggvadóttir.

Fyrirhugað er að leggja land undir fót með sýninguna og fara með hana vítt og breitt um sýsluna og víðar, jafnvel að bregða sér til Vestmannaeyja. Í ár er 30 ára afmæli Leikfélags Rangæinga og er fyrirhugað að halda uppá þessi tímamót á hausti komandi með ýmsum hætti.

{mos_fb_discuss:2}