Nemendaleikhús LHÍ frumsýnir Bráðum hata ég þig

Nemendaleikhús LHÍ frumsýnir Bráðum hata ég þig

Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands frumsýnir nýtt íslenskt verk, Bráðum hata ég þig, eftir Sigtrygg Magnason þann 21. janúar n.k. í Smiðjunni, Sölvhólsgötu. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Bráðum hata ég þig er annað verkefni vetrarins en fyrsta sýning Nemendaleikhússins, Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol, var sýnd fyrir fullu húsi í haust en uppselt var á allar sýningar.

Á bæ við Kolugljúfur í Víðidal hittast fjórar systur við jarðarför móður sinnar, sem beðið hafði dauðans í hálfan annan áratug. Halla hefur ekki haft samband í þrjú ár, Snæfríður hefur ekki talað við neinn jafn lengi. Steinunn þráir að vera snert og Anna vill komast burt. Halla kemur með gest, sem setur þögult sorglegt jafnvægið í uppnám. Kolugljúfur. Fallegur staður. Já. Fallegur staður.

Nemendaleikhúsið í vetur skipa: Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ævar Þór Benediktsson.

Búninga-og sviðsmyndahöndum er í höndum Axels Hallkels Jóhannessonar, Egill Ingibergsson sér um ljósahönnun og tæknistjórn og Brynja Björnsdóttir aðstoðar við leikmynd og tæknivinnu. Um hljóðmynd sér Högni Egilsson, tónsmíðanemi í tónlistardeild LHÍ.

Miðapantanir fara í gegnum leiklist@lhi.is eða í síma 895 6994 og við minnum fólk á að panta með fyrirvara.

{mos_fb_discuss:2}
0 Slökkt á athugasemdum við Nemendaleikhús LHÍ frumsýnir Bráðum hata ég þig 462 18 janúar, 2010 Allar fréttir janúar 18, 2010

Áskrift að Vikupósti

Karfa