Leikhópurinn 16 elskendur kynna nýtt verk um sjónarspilið, ástina og samfélög mannanna. Jörðin er sléttari en billjardkúla. Minnisvarði er nýtt verk eftir 16 elskendur þar sem tekist er á við mikilvægi sjónarspilsins innan nútíma samfélags.Á undanförnum áratug hefur hversdagslegt líf einstaklingsins verið gert að stórfenglegu sjónarspili og rík áhersla lögð á möguleika hvers og eins á að skara fram úr á sínum eigin hversdagslegu forsendum.

Í sköpunarferli Minnisvarða hafa 16 elskendur kannað hvar uppsprettu þessarar áherslu á sjónarspilið er að finna og hvernig á því stendur að það falli einstaklega vel að ríkjandi samfélagsskipan hins vestræna heims.

Verkið tekst á við þversagnir í tilveru mannsins og leit hans að staðfestingu á réttmæti tilveru sinnar í endalausu kosmósi um leið og hann minnir okkur á möguleikana handan sjónarspilsins.

Frumsýning 7. mars kl. 20.00

Miðasala í síma 527-2100, í netfangið midasala@tjarnarbio.is og rafrænt hér.