Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi dagana 29. september til 1. október.
Í boði verða námskeið í stjórnun leikfélaga, málþing um Leiklistarskóla Bandalagsins og almennar umræður um málefni áhugaleikhússins.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 12. september.
Dagskrá:
Föstudagur 29. september:
Mæting frá kl. 18.00 á Hótel Selfoss
kl. 19.00 Kvöldverður á Hótelinu
kl. 20.00 Námskeið í stjórnun leikfélaga
Umsjón með námskeiðinu hefur Ólöf Þórðardóttir. Fjallað verður um hlutverk stjórnarmanna og verkaskiptingu, nefndarstörf (hver sér um hvað o.s.frv.) samskipti við BÍL (hvað getur BÍL gert fyrir þig og þitt félag), hvernig viljum við hafa samskiptin og hvernig viljið þið hafa þau!
Laugardagur 30. september:
kl. 08.00 Morgunverður
kl. 09.00 Málþing um Leiklistarskóla Bandalagsins á Hótel Selfossi, haldið í tilefni10 ára starfsafmælis hans. Umsjón með málþinginu hafa þær skólastýrur Gunnhildur Sigurðardóttir og Sigríður Karlsdóttir. Þingið hefst á framsöguerindum og almennum umræðum. Matarhlé verður frá kl. 12.00 til 14.00 og að því loknu verður unnið í umræðuhópum, niðurstöðum skilað og framtíðarstefna mótuð.
kl. 17.00 Málþingi slitið
kl. 20.00 Hátíðarkvöldverður í Tryggvaskála
Sunnudagur 1. október:
kl. 08.00 Morgunverður
kl. 09.00 Haustfundur á Hótel Selfossi
Almennar umræður um allt sem fólki liggur á hjarta.
Umræðum stjórnar Guðrún Halla Jónsdóttir, formaður Bandalagsins.
kl. 12.00 Fundarslit og hádegisverður
Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum á Hótel Selfossi. Möguleiki á einbýli. Innifalið í verði er kvöldverður á föstudag, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á laugardag ásamt morgunverði og hádegisverði á sunnudag, kaffi á fundunum og fundargögn.
Verðlisti:
Gisting í tveggja manna herbergi kr. 16.500 á mann, fös.-sun.
Gisting í einbýli kr. 21.000, fös.-sun.
Fyrir þá sem ekki gista á okkar vegum kr. 8.000
Bara hátíðarkvöldverður kr. 2.000
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 12. september, eftir þann tíma er ekki hægt að ábyrgjast útvegun gistingar. Við tökum á móti þátttökutilkynningum í síma 5516974 og á netfangið info@leiklist.is.