Stúdentaleikhúsið í samstarfi við Norðurpólinn sýnir eitt helsta verk Absúrdleikhússins, Nashyrningana, eftir franska skáldið Eugéne Ionesco. Verkið er nú sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í 23 ár en þess hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Stúdentaleikhúsið hefur leikið sig inn í hjörtu landsmanna með framsæknum sýningum í áraraðir og nú verður sannarlega haldið í þá hefð. Leikstjóri er Árni Kristjánsson.

Nashyrningarnir fjallar um lítinn bæ þar sem bæjarbúar tapa mennsku sinni og breytast í nashyrninga, einhyrnda eða tvíhyrnda. Rökhugsun, tungumál og náungakærleikur hverfur úr bænum en við tekur traðkandi taktur nashyrninganna.

Sýningarfjöldi er takmarkaður og því nauðsynlegt að bóka miða við fyrsta tækifæri.

Föstudagur 16.11. – Frumsýning, UPPSELT
Sunnudagur 18.11. – 2. sýning
Þriðjudagur 20.11. – 3. Sýning
Laugardagur 24.11. – 4. Sýning
Sunnudagur 25.11. – 5. Sýning
Miðvikudagur 28.11. – Lokasýning

Aðstoðarleikstjóri: Árný Fjóla Ásmundsdóttir.
Lýsing: Árni Kristjánsson, Árný Fjóla Sæmundsdóttir, Frímann Kjerúlf og Óskar Þór Hauksson.

Yfirumsjón leikmyndar: Sóley Linda Egilsdóttir.

Búningar: Andrea Vilhjálmsdóttir og Iona Sjöfn Huntingdon-Williams.

Tónlist: Daði Freyr Pétursson.

Almennt miðaverð er kr. 2.000 en nemar, öryrkjar og eldri borgarar greiða 1.500 kr og þurfa að panta afsláttarmiða með því að senda tölvupóst á midasala@nordurpollinn.com