Á uppstigningardag, 21. mai kl. 17.00, verður kaffileikhús hjá Halaleikhópnum í Halanum Hátúni 12 (norðanverðu við hliðina á þar sem Góði Hirðirinn var). Sýnd verða þrjú stuttverk eftir Benoný Ægisson, Jónínu Leósdóttir og Ármann Guðmundsson. Leikstjóri er Gunnar „Gunsó“ Gunnarsson. Milli atriða verða leika hljómsveitir auk þess sem uppistandararnir í Hjólastólasveitinni troða upp. Aðeins verður þessi eina sýning.
Verkin sem sýn verða eru:

Miðvikudagur í Helvíti, eftir Ármann Guðmundsson
Bara Tjilla, eftir Jónínu Leósdóttur
Einleikur fyrir höfund og leikara, eftir Benóný Ægisson

Hjólastólasveitin mun flytja nýtt rúllandi uppistand sem þau kalla
Kókosbollu hó ó pónó, leikstjóri Ágústa Skúladóttir

Þrjár hljómsveitir munu flytja tónlist:

Napoleón , Lister, og Tobias og Daníel

Miðaverð er aðeins 1000 kr. kaffi og kökur innifalin.
Léttir drykkir verða seldir í sjoppunni.

Miðasala í síma 862-4576

{mos_fb_discuss:2}