Halaleikhópurinn með kaffileikhúskvöld

Halaleikhópurinn með kaffileikhúskvöld

Í tilefni af 15 ára afmæli Halaleikhópsins verður kaffihúsakvöld í Halanum, Hátúni 12. föstudaginn 12. og sunnudaginn 14. október og hefjast þau kl. 20.30. Félagar í Halaleikhópnum munu flytja afrakstur af námskeiði sem haldið var nú á haustdögum undir stjórn Ágústu Skúladóttur og bar nafni𠠄 Sólóstund leikarans”. Einnig verður ljóðalestur og sýnt stuttverkið „Hvað drap asnann?” eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur. Frítt er inn og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Halaleikhópurinn með kaffileikhúskvöld 388 09 október, 2007 Allar fréttir október 9, 2007

Áskrift að Vikupósti

Karfa