Gói og Þröstur snúa aftur á Litla svið Borgarleikhússins um nú um helgina í Eldfærunum – fyrsta ævintýrinu af mörgum þeir félagar kynna ungum leikhúsgestum á komandi árum. Guðjón Davíð Karlsson fer með hlutverk dátans og Þröstur Leó Gunnarsson leikur allt annað í verkinu. Guðjón Davíð Karlsson fer með hlutverk dátans og Þröstur Leó Gunnarsson leikur allt annað í verkinu. Hún hlaut afbragðs viðtökur og dóma á síðasta ári og tilnefningu til Grímuverðlaunna sem barnasýning ársins.

Gói og Þröstur opna dyr leikhússins upp á gátt fyrir öllum landsmönnum, ungum sem öldnum og ferðast um töfraheim ævintýranna. Á ferðalaginu nýta þeir til hins ýtrasta leik, söng og dans og bregða sér í allra kvikinda líki í anda furðusagnanna. Fyrsta ævintýrið, Eldfærin eftir H. C. Andersen, var frumsýnt á síðasta leikári. Allar persónurnar birtust ljóslifandi; nornin, prinsessan, allir þorpsbúar og síðast en ekki síst hundarnir þrír með ógnarstóru augun. Sýningin fékk afburðaviðtökur áhorfenda og gagnrýnenda og tilnefningar til Grímunnar sem barnasýning ársins og sem áhorfendasýning ársins. Hún hætti fyrir fullu húsi á vormánuðum og snýr því aftur á fjalirnar á þessu leiklári. Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri. Sýnt á litla sviði Borgarleikhússins alla laugardaga og sunnudag .

Aðstandendur Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson
Leikmynd og búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir
Lýsing: Kjartan Þórisson
Tónlist: Guðjón Davíð Karlsson og Vignir Snær Vigfússon
Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson

{mos_fb_discuss:2}