Hassið í Halanum

Hassið í Halanum

Halaleikhópurinn hefur ráðið leikstjórana Margréti Sverrisdóttur og Odd Bjarna Þorkelsson til að leikstýra leikritinu Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo, jafnframt því að uppfæra og staðfæra verkið. Æfingar munu hefjast í nóvember og fyrirhugað er að frumsýna kringum mánaðarmótin janúar / febrúar 2012.

Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1982  í Iðnó og síðan flutt í Austurbæjarbíó og sýnt þar á miðnætursýningum og gekk þar að ýmsum hugstola eins og greint var fá í Vísi 3. jan. 1983. Þetta er farsi, afi og mamma Luigi eru farin að rækta og reykja hass og hann sér að það er eitthvað undarlegt á seiði hjá þeim gömlu. Mikill eltingarleikur hefst þar sem inní blandast prestur, eiturlyfjaeftirlitið, mafían, ung stúlka ofl. ofl.

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Hassið í Halanum 202 23 september, 2011 Allar fréttir september 23, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa