Leikfélag Ölfuss í Þorlákshöfn er komið á fulla ferð. Félagið frumsýnir næstkomandi sunnudagskvöld gamanleikinn Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan eftir Marc Camoletti í leikgerð Sigurðar Atlasonar. Leikritið fjallar um kvennamanninn Jónatan sem heldur við þrjár flugfreyjur sem vinna eftir föstum áætlunum sem ekki skarast. Þegar nýjar hljóðfráar þotur eru teknar í notkun fer skipulagið í vaskinn og leikurinn að æsast. Leikstjóri verksins er Hörður Sigurðarson.

Sýnt er í Versölum í Þorlákshöfn.

Leikfélag Ölfuss í Þorlákshöfn er komið á fulla ferð. Félagið frumsýnir næstkomandi sunnudagskvöld gamanleikinn Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan eftir Marc Camoletti í leikgerð Sigurðar Atlasonar. Leikritið fjallar um kvennamanninn Jónatan sem heldur við þrjár flugfreyjur sem vinna eftir föstum áætlunum sem ekki skarast. Þegar nýjar hljóðfráar þotur eru teknar í notkun fer skipulagið í vaskinn og leikurinn að æsast. Leikstjóri verksins er Hörður Sigurðarson.

Sýnt er í Versölum í Þorlákshöfn.

jonatan01.pngSex leikarar eru í sýningunni. Þeir eru Arnar Gísli Sæmundsson, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Helena Helgadóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Ottó Rafn Halldórsson og Ragnheiður Helga Jónsdóttir.

Áætlaðar eru þrjár sýningar á verkinu en auk frumsýningarinnar verður það sýnt mánudagskvöldið 23. apríl og þriðjudagskvöldið 24. apríl.

Leikritið hefur oft verið sett upp hér á landi áður m.a. í annarri leikgerð undir heitinu Boeing, Boeing eða Sexurnar. Kvikmynd var gerð eftir leikritinu á sjöunda áratugnum og léku Tony Curtis og Jerry Lewis þar aðalhlutverkin.

{mos_fb_discuss:2}