Á laugardaginn verður haldin opnunarhátið Jaðarleikhússins, tilrauna- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar. Haldið verður upp á opnunina með leikhúsgjörningi, listaverkum, umræðum og fleiru. Auk þess verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Alþjóðlegi leikhópurinn Dan Kai Teatro kemur fram.

Leikhúsið er staðsett að Miðvangi 41, á bak við Samkaup (gamla apótekið) í Hafnarfirði.

Miðaverð er kr. 1000, kaffi innifalið.
Miðapantanir eru í síma 846 1351 eða á jadarleikhusid@hotmail.is
Athugið, takmarkaður sætafjöldi