Á heimilinu er einnig heimilishjálpin Dísa. Hlutirnir fara svo að flækjast þegar Róbert vinur Jónatans kemur í heimsókn og fær að búa hjá honum nokkra daga. Leikritið er ærslafullur farsi þar sem einn kemur þá annar fer.
Nokkur þekkt sönglög eru flutt í leikritinu eins og t.d. Ég fell bara fyrir flugfreyjum, Rassmus, I want to brake free, Fly me to the moon og fleiri.
Leikarar eru Davíð Michelsen, Hjörtur Benediktsson, Hrafnhildur Faulk, Irma Lín Geirsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir og Elín Hrönn Jónsdóttir.
Stefnt er að frumsýningu laugardaginn 28. febrúar.
Einnig má sjá myndir og fréttir á facebook síðu Leikfélags Hveragerðis.