Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á Ufsagrýlum eftir Sjón í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Það er Lab Loki í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið sem setur verkið upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Síðustu tvær sýningarnar verða laugardaginn 13. mars. og fimmtudaginn 18. mars. kl. 20.00.

Í Ufsagrýlum er tekið á málefnum líðandi sundar með aðferðum gróteskunnar og karnivalsins: “Góðu dagarnir sundruðu sálinni, afskræmdu líkamann, þurrkuðu út mörkin milli manna og drýsla. Á leynilegri sjúkrastofnun hefst endurhæfingin, leitin að nýrri manneskju með heilbrigða sál í hraustum líkama. En það getur verið erfitt að venja sig af gulláti og saurugum hugsunum, og ekki er víst að alltaf búi flagð undir fögru skinni – eða öfugt”.

Vinsamlega pantið miða í síma: 555 2222 eða á theater@vortex.is
Lab Loki hefur starfað síðan 1992 bæði hérlendis og erlendis og hlotið ýmsar viðurkenningar gegnum tíðina. Skemmst er að minnast síðustu sýningar hópsins Steinar í djúpinu sem sýnd var í Hafnarfjarðarleikhúsinu s.l. vetur og hlaut einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda. Rúnar Guðbrandsson höfundur og leikstjóri sýningarinnar var tilnefndur til Menningarverðlauna DV og sýningin hlaut tólf tilnefningar til íslensku sviðslistaverðlaunanna Grímunnar, en þrjár Grímur féllu henni í skaut.

Verkið er samstarfsverkefni Lab Loka og Hafnarfjarðarleikhússins og er sett upp með styrk frá Menntamálaráðuneytinu og Ferða- og menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.

{mos_fb_discuss:2}